Í fyrsta sinn á jólatónleikum, Dúkkulísur og Pálmi Gunnarsson. Gömlu góðu jólalögin í bland við margskonar lög bæði gömul og ný. Jólin okkar rifjuð upp með slatta af englahári og rauðum eplum – hvernig heldur Pamela í Dallas jól?
Dúkkulísur og Pálmi Gunnars munu koma fram á eftirtöldum stöðum:
9. desember – Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
13. desember - Gamla bíó, Reykjavík
14. desember - Bæjarbíó, Hafnarfirði
Í Gamla bíó er hægt að kaupa miða með léttum jólakvöldverði. Setið er við hringborð í sal á fyrstu hæð. Innifalið er fordrykkur, léttur jóla-kvöldverður (forréttaplatti, grísapurusteik í madeirakremsósu með meðlæti, kaffi og konfekt) og tónleikar. Verð: 12.900.- (Borðapantanir sendist á gamlabio@gamlabio.is).
Verð án kvöldverðar: 5.900.