Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Jólatónleikar KK og Ellen - Tónleikar

$
0
0

KK og Ellen verða með jólatónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Með þeim verður  hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar píanóleikara;
Bryndís Halla Gylfadóttir  Sellóleikari
Lilja Valdimarsdóttir sem leikur á Franskt horn og
Andri Ólafsson sem leikur á bassa og syngur. 

2005 komu KK & Ellen út með sína fyrstu jólaplötu "Jólin eru að koma". Platan varð óhemju vinsæl og seldist upp í þrígang. Og fyrstu jólatónleikarnir héldu þau einmitt í Bæjarbíó það sama ár. Húsið fagnaði systkinunum og gagnkvæm væntumþykja hefur haldist í gegnum árin.

Bæjarbíó hefur farið í gegnum endurnýjun lífdaga sinna á síðasta ári og er óhætt að segja að nýjir rekstrarðailar hússins séu að hefja það aftur til sinnar rómuðu fegurðar og notalegheita og má því vænta einstakrar stemmingar á jólatónleikunum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696