
Kristján Hrannar sendi nýverið frá sér fyrstu sólóplötu sína Anno 2013 og af því tilefni er efnt til útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu 18. september kl. 20:00
Á efnisskránni verða fyrst og fremst frumsamin lög og textar Krisjáns af Anno 2013, en ásamt honum koma fram Janus Rasmussen úr hljómveitinni Bloodgroup, sem leikur á syntha, gítar o.fl. og söngkonan Nína Salvarar.
Einnig kemur fram hinn efnilegi Einar Lövdahl, sem gaf einmitt út sína fyrstu plötu ekki alls fyrir löngu.
Kristján Hrannar Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1987. Hann nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og lagði eftir það stund á jazz-píanóleik í FÍH undir handleiðslu Þóris Baldurssonar. Hann hefur leikið fjölbreytta tónlist á undanförnum árum og var m.a. í hljómsveitinni 1860. Ennfremur hefur hann sungið og leikið á píanó í Fjórum á palli, ásamt Eddu Þórarinsdóttur, Páli Einarssyni og Magnúsi Pálssyni.