Það verður blásið til sannkallaðrar tónlistarveislu í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra föstudagskvöldið 28. júlí í aðdraganda Bræðslunnar. Fram koma Jónas Sig og Prins Póló ásamt hljómsveit, Úlfur Úlfur og 200 þúsund naglbítar. Löng hefð er orðin fyrir frábærum tónleikum í aðdraganda Bræðslunnar en líklegt er að þessir slái öll fyrri met. Sveitirnar þrjár leika á tvennum tónleikum í Fjarðarborg þetta kvöld og rétt er að minna fólk á að tryggja sér miða í tíma því miðaframboð er takmarkað.
↧