
Fyrrum meðlimir Dire Straits ásamt vel völdum, heimsklassa tónlistarmönnum flytja öll bestu lög Dire Straits á eftirminnilegan hátt.
Sultans of Swing, Rome and Juliet, Brothers in Arms, Tunnel of Love, Money for Nothing, Private Investigations, Walk of Life, Telegraph Road, So Far Away, Twisting by the Pool og fleiri og fleiri.
Alan Clark og Chris White (Dire Straits) ásamt Terence Reis, Steve Ferrone (Tom Petty and the Heartbreakers), Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire munu standa að magnaðri tónlistarveislu í Eldborg 25 nóvember. Þar munu þeir flytja öll bestu lög Dire Straits. Þeir eiga eftir að gera það vel miðað við frábæra umfjöllun hjá tónleikagestum sem hafa farið á tónleika þeirra.
Ævintýrið byrjaði fyrir tveimur árum þegar þeir héldu ótrúlega tónleika í The Royal Albert Hall. Í lokin voru allir komnir á fætur og klöppuðu. Margir táruðust og starfsfólk The Royal Albert Hall sögðust sjaldan hafa fundið eins góð viðbrögð úr salnum eftir tónleika. Þetta var magnað, svo magnað þeir ákváðu að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera meira með. Og nú munu þeir mæta í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember og flytja öll bestu lög Dire Straits.
Frábærir, heimsklassa hljóðfæraleikarar sem hafa m.a. spilað með Dire Straits, Eric Clapton, Tina Turner, Bee Gees, Paul McCartney, Ray Charles, Joe Cocker, Robbie Williams, Tom Petty, Van Morrison, David Gilmore, Rod Stewart og David Bowie