Mögnuð tónlist og textar Valgeirs Guðjónssonar um minni og manngerðir fornsagna og goðafræði. Sýningin fer fram á ensku, en hentar íslenskum áhorfendum ekki síður en erlendum gestum. Hægt er að snæða létta máltíð með drykk á undan sýningu.
Sagnasvið landnámsaldar kviknar til lífsins í tali og tónum á sviði Gamla bíós. Valgeir Guðjónsson, Dagný Halla Björnsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson flytja lög og texta Valgeirs um fólkið sem hélt út í óvissuna í leit að betra lífi.
Erkitýpur sögualdar ganga aftur í seiðandi söngtónlist sem bregður birtu á margslungið mannlíf og hugarheim hinna fyrstu Íslendinga.
Verð: 4.700 kr. en með súpu & drykk 7.500 kr. (val um kjötsúpu, sjávarréttarsúpu og grænmetissúpu)