
Hin nýskipaða FRANSK-ÍSLENSKA SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN eða FIFO mun stíga á svið 16. september næstkomandi í Hörpu. Tónleikarnir eru í tilefni af því að 77 ár eru liðin frá láti skipherrans Charcot er skipið Pourquoi pas ? fórst við Álftanes, þann 16. september, 1936.
Fransk-íslenska sinfóníuhljómsveitin er skipuð hljóðfæraleikurun úr Kammersveit Reykjavíkur og úr Alþjóðlegu Fílharmóníusveit UNESCO í París, undir leiðsögn hljómsveitarstjórans Amine Kouider sem er listamaður UNESCO fyrir friði . Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Albert Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Einleikari er Martial Nardeau, flautuleikari.
Verndari viðburðar er forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Tilgangur FIFO er að kynna franska og íslenska tónlist ásamt því að varpa ljósi á mikilsverða sögulega atburði sem tengja ríkin saman.
Missið ekki af þessum einstaka viðburði!