Hljómsveitin Skítamórall leikur á tónleikum í Bæjarbíó Hafnarfirði laugardagskvöldið 25.mars næstkomandi.
Hljómsveitin mun leika öll sín þekktustu lög og segja sögur frá skrautlegum ferli hljómsveitarinnar en þar er víst af nógu að taka.
Kvöldstund sem enginn sannur Skímó aðdáandi má láta fram hjá sér fara.
Skítamóral skipa:
Gunnar Ólason söngur og gítar
Einar Ágúst Víðisson söngur, gítar og ásláttur
Jóhann Bachmann trommur
Herbert Viðarsson bassi
Gunnar Þór Jónsson gítar
Arngrímur Fannar Haraldsson gítar