Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival fer fram í þriðja skiptið, laugardagskvöldið 24. júní 2017.
Líkt og fyrri ár verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru. Drangey blasir við frá tónleikastaðnum, Reykjum á Reykjaströnd og ef lukkan verður með okkur fáum við sólarlagið í kaupbæti.
Sérstakt jóla-forsölutilboð á hátíðina - 30% afsláttur af miðaverði - aðeins til áramóta!