Það er engin spurning að vinsælasta hip hop hljómsveit landsins er Úlfur Úlfur. Strákarnir frá Sauðárkróki hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár en stimpluðu sig endanlega inn með útgáfu á einni bestu plötu síðasta árs, 2 Plánetur. Lögin af plötunni hafa fengið frábærar viðtökur bæði í útvarpi sem og á internetinu. Lög eins og "Brennum Allt", "100.000" og "Tvær Plánetur" hafa öll átt góðu gengi að fagna og platan selst mjög vel.
Þeir þykja frábærir á sviði og verður enginn fyrir vonbrigðum á tónleikum. Síðast varð uppselt svo tryggðu þér miða strax!Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.