Það er löngu komin hefð fyrir því að Hvanndalsbræður haldi tónleika á Græna hattinum á annan í jólum og engin breyting verður þar á þetta árið. Í ár hittir annar í jólum einmitt á 26. desember sem er mánudagur og það hafa nú alltaf þótt góð kvöld á hattinum. Bræðurnir lofa sannkallaðri Hvanndals stemningu sem innifelur oftar en ekki happadrætti, skemmtilegar sögur og öll hressilegu lögin, bæði jóla og ekki jóla ! Eitt er víst að allir fá þá eitthvað fallegt.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.