Nýársdansleikur Hjálma á Bryggjunni Brugghús
Bryggjan Brugghús endurtekur leikinn frá síðasta ári og blæs til Nýársfögnuðar, enda viðeigandi að taka sig til og fagna þessu fyrsta kvöldi ársins með stæl. Stemmingin í fyrra var stórkostleg og því engin ástæða til annars en að fagna nýju ári með svipuðu sniði.
Hin óviðjafnanlega hljómsveit Hjálmar endurtekur leikinn frá því í fyrra og óhætt er að fullyrða að öllu verði til tjaldað.
Húsið opnar klukkan 23.00 og dansleikurinn hefst í kringum miðnæti. Athugið að afar takmarkaður fjöldi miða er í boði og því ráð að tryggja miða sem allra fyrst.
Auk dansleiksins verður einnig blásið til alhliða Nýársfögnuðar á Bryggjunni. Fögnuðurinn hefst með fordrykk á slaginu 18.00 og við tekur fimm rétta nýárseðill. Yfir borðhaldinu mun rjómi íslenskra skemmti- og tónlistarmanna koma fram. Tilkynnt verður um skemmtiatriðin síðar.
Komdu og fagnaðu 2017 á Bryggjunni Brugghús!
Miðaverð á dansleik með Hjálmum á Bryggjunni: 6.900 kr.
Miðaverð fyrir fordrykk, nýárseðil og dansleik með Hjálmum: 15.900 kr.
Borðapantarnir í síma 456 4040 eða í gegnum booking@bryggjanbrugghus.is