Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Baraflokkurinn - Tónleikar

$
0
0

Baraflokkurinn heldur tónleika á Græna Hattinum Akureyri 10. nóvember n.k.

Baraflokkurinn var hluti af nýbylgjuæðinu sem markaði tónlist áranna eftir 1980 á Íslandi.

Hljómsveitin gaf út þrjár plötur á ferlinum:
Baraflokkurinn 1981 - Lizt 1982 - Gas 1983 og síðan kom safnplatan Zahír árið 2000.

Hljómsveitin mun flytja lög af öllum plötunum og hugsanlega áður óbirt og óspilað efni.

Hljómsveitina skipa eins og áður.

Ásgeir Jónsson - söngur
Þór Freysson - gítar
Baldvin H Sigurðsson - bassi
Jón Arnar Freysson - hljómborð
Sigfús Örn Óttarsson - trommur.

Með Baraflokknum spila einnig, Ásgeir Sæmundsson - hljómborð og bakraddir og Björgvin Ploder - ásláttur og bakraddir.


Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696