Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ásamt frábærri hljómsveit flytja bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugs síðustu aldar. Allt er þetta í anda þeirra Ellu Fitzgerald, Dean Martin og þeirra söngvara sem voru í sviðsljósinu á þessum tíma.
Ykkur verður boðið í hlýlegt andrúmsloft í Gaflaraleikhúsinu með tali og tónum ásamt hinu ómissandi rjúkandi heita kakói og hnallþórunum.