Coca-Cola kynnir:
HIN ÁRLEGA TÓNLEIKARÖÐ JÓNS JÓNSSONAR Í AUSTURBÆ ER HANDAN VIÐ HORNIÐ ...
Í desembermánuði síðastliðin þrjú ár hefur Jón Jónsson haldið tónleika með hljómsveit sinni í Austurbæ. Í ár verður engin undantekning gerð á þessari hefð. Um er að ræða tónleika sem haldnir eru skömmu fyrir jól, en eru þó ekki eiginlegir jólatónleikar þar sem lagavalið kemur að mestu leyti úr sarpi Jóns. Húsfyllir hefur verið á öllum tónleikum Jóns í Austurbæ til þessa og gleðin hefur verið allsráðandi. Má gera fastlega ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum þetta árið og því er ráðlegt að hafa hraðar hendur þegar miðasala hefst.
Jón sendi frá sér lagið “Your Day” núna í sumar og fór það rakleiðis á topp vinsældalista Bylgjunnar og Rásar 2. Jón er um þessar mundir að vinna efni á nýja plötu og má gera ráð fyrir að nýtt efni verði jafnvel frumflutt á tónleikunum. Einnig má gera ráð fyrir að góðir gestir reki inn trýnið og stígi á svið.
Föstudaginn 16. desember, kl. 20.00 og kl. 23:00