Einstakir & hátíðlegir tónleikar fyrstu helgi í aðventu sem hjálpa þèr & þínum að komast í hina einu sönnu og sèrstöku jólastemningu.
Tónleikarnir “ILMUR AF JÓLUM" eru nú haldnir í 3ja sinn. Söngkona Hera Björk hefur veg og vanda af þessari glæsilegu tónlistarveislu og verður engin breyting á því í ár. Hera Björk hefur síðastliðin ár fengið til liðs við sig úrval frábærra gesta. Á síðasta ári bauð hún til sín Maltnesku Eurovisionstjörnunni Chiara Siracusa og hlaut hún mikið lof viðstaddra fyrir fallegan söng og framkomu. Í ár endurtekur Hera Björk leikin og bíður í þetta sinn stórsöngkonunnu Lisa Angell frá Frakklandi að koma og njóta íslenskrar aðventu og tónlistar. Og auðvitað verða íslensku kanónurnar á sínum stað og í ár verða það söngvararnir Kristinn Sigmundsson, Greta Salóme og Friðrik Dór sem ásamt Karlakór Kjalnesinga, Sönghópnum Harmonia og hljómsveit okkar færustu tónlistarmanna munu færa okkur inn í aðventuna, allt undir styrkri stjórn meistara Óskars Einarssonar.
Allt þetta frábæra fólk og auðvitað að ógleymdu heita súkkulaðinu hennar mömmu og smákökunum munu gera þessa stund að einstakri upplifun í jólaundirbúningnum.
Hlökkum til að sjá ykkur:-)