Hljóð X Rín kynnir:
Bestu lög Björgvins í Háskólabíó 8. október 2016
Einstakir tónleikar á persónulegum nótum með einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar. Björgvin og hljómsveit hans rifja upp hans einstaka feril í gegnum tíðina í tónum og tali.
Björgvin hefur verið í tónlistinni í hartnær 50 ár. Hann sló gegn og var kosinn Poppstjarna Íslands árið 1969.
Lögin sem hann hefur hljóritað og flutt á tónleikum skipta hundruðum og því af nógu að taka.
Björgvin Halldórsson og bestu lögin.
Tryggið ykkur sæti!