
Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! var stofnaður 2008 og hefur að markmiði að styrkja þá sem átt hafa við andleg veikindi að stríða til náms. Sjóðnum er einnig ætlað að stuðla að nýsköpun og bættri þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna. Sjálboðaliðar ÞÚ GETUR! taka þátt í ýmsum aðgerðum sem draga úr fordómum í samfélaginu. Fjármögnun sjóðsins er í höndum bestu tónlistarmanna landsins sem koma fram í sjálfboðavinnu á árlegum styrktartónleikum. Að þessu sinni er dagskráin óvenju fjölbreytt og glæsileg svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og um leið uppgötvað annað nýtt.
Dagskrá þessarra tónleika inniheldur frábæra blöndu af því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða í dag. Högni í Hjaltalín, Rúnar Eff, Kaleo, Súma, Gissur Páll, Kristján Jóhannsson, Ný Dönsk, Ari Eldjárn, Hinsegin Kórinn, Regína Ósk, Hreimur og Made in Sveitin, Páll Óskar, Erna Hrönn og Pálmi Sigurhjartarson, Helgi Björnsson, Fjallabræður, Hera Björk, Svenni Þór, Ína, Alma, Íris og Ingunn
Verndari tónleikanna er frú Vigdís Finnbogadóttir.