Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Undrabörn og tónskáld - Mozart og Liszt

$
0
0

Undrabörn og tónskáld – Mozart og Liszt

17. september í Hannesarholti kl. 13:15 – 15:00

Tónleikar og fyrirlestur

Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari heldur tónleika og fyrirlestur um tónskáldin og undrabörnin Mozart og Liszt í Hannesarholti, laugardaginn 17. september n.k. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:15 og stendur í hálftíma til 13:45, þá verður 15 mín hlé. Tónleikarnir eru svo frá kl. 14:00 – 15:00, án hlés.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvað þessi tónskáld eiga sameiginlegt þó yfir 50 ár skilji þau að í tíma. Hvernig ferðalög og kynni af öðrum tónskáldum og verkum þeirra höfðu áhrif á þeirra eigin tónsmíðar. Og síðan stutt kynning á efnisskránni og hverju verki fyrir sig.

Á efnisskrá verða einungis verk eftir Mozart og Liszt , þ.á.m. hin þekkta sónata Mozarts sem oft er nefnd „Alla Turca“ og þrjár Petrarca Sonnettur eftir Liszt , sem hann umskrifaði eftir samnefndum sönglögum sínum og eru samin við texta eftir ítalska skáldið Francesco Petrarca. Auk þess verða á efnisskránni Fantasían í d moll eftir Mozart og Waldesrauschen eftir Liszt.

Miðaverð 2.500 krónur og fyrir eldri borgara, öryrkja og nema krónur 2.000. 

"Áskriftarafsláttur" ef keyptir eru miðar á báða fyrirlestra / tónleika sem skipulagðir eru af Önnu Málfríði Sigurðardótttur. Síðari fyrirlestur / tónleikar, Eftirlætis ljóðasönvar, sem hún heldur með Sólrúnu Bragadóttur söngkonu, eru 19. nóvember. Miðaverð á báða tónleika saman er kr.4.000.-


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696