Hljómsveitina skipa Guðrún Harpa Örvarsdóttir (söngur), Pétur Ingólfsson (bassi), Kristján Edelstein (gítar), Valgarður Óli Ómarsson (trommur) og Valmar Valjaots (píanó, fiðla, harmonikka).
Hin upprunalega Vaya Con Dios er belgísk hljómsveit sem var stofnuð árið 1986 og hefur notið mikilli vinsælda um allan heim fyrir tónlist sína allt til ársins 2014. Hér er um að ræða tónlist sem er blanda af Jazz, Blues, Soul, Latin, Gypsy og Soft Rock. Hver kannast ekki við Puerto Rico, Nah neh nah, Just a friend of mine og Don´t cry for Louie svo einhver lög séu nefnd.
Sem sagt suðræn, jazz/blues-uð gypsy, soft rock stemning á Græna Hattinum
Verið velkomin úr kuldanum í hitann !
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.