Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Bangoura Band - Útgáfutónleikar - Bangoura Band - Útgáfutónleikar

$
0
0

Þá er loksins komið að því að Bangoura Band fagni útgáfu á frumraun sinni.

Bangoura Band er níu manna sveit sem var sett saman í byrjun árs 2013. Bangoura Band spilar afrobeat, mandingue og funk-tónlist. Forsprakki sveitarinnar, Cheick Bangoura, er fæddur og uppalinn í Gíneu. Það var langþráður draumur hans að setja saman hljómsveit á Íslandi og spila tónlist eins og í Gíneu. Bangoura band hefur verið að koma fram síðan í apríl og er ætíð mikil stemming á tónleikum.

Slaggígjur:

Atli Þór Kristinsson
Sindri Magnússon
Valbjörn Snær Lilliendahl

Lúðraþeytarar:

Albert Sölvi Óskarsson
Elvar Bragi Kristjónsson
Sólveig Morávek

Trumbur, bjöllur og bumbur:

Baba Bangoura
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura
Pétur Daníel Pétursson

Ný plata sveitarinnar verður til sölu á tónleikunum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696