BLÁR APRÍL
Styrktartónleikar fyrir börn með einhverfu
BLÁR APRÍL styrktartónleikarnir verða haldnir í Gamla bíói á degi einhverfunnar, laugardaginn 2.apríl n.k. klukkan 20.
Fram koma:
Valdimar
Hjálmar
Júníus Meyvatn
Kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari.
Blár apríl – styrktarfélag barna með einhverfu stendur árlega fyrir vitundar- og styrktarátaki fyrir börn með einhverfu. Á hverju ári er eitt málefni valið sem allt styrktafé rennur til og í ár er safnað fyrir gerð og framleiðslu á fræðsluefni um einhverfu en mikill skortur er á slíku.
Það eru Valdimar Guðmundsson, tónlistarmaður, og Blár apríl, sem standa að tónleikunum og rennur miðasalan óskipt til söfnunarinnar.
Komdu, njóttu og láttu gott af þér leiða!
Lífið er blátt á mismunandi hátt.
Athugið: Blár klæðnaður er mikils metinn (en ekki skilyrði)