FM Belfast á tónleikum
FM Belfast tónleikar á lokakvöldi hinnar íslensku bjórhátíðar KEX Hostels.
FM Belfast koma fram á tónleikum að Fiskislóð 73 í 101 Reykjavík. Tónleikarnir eru liður í The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í Reykjavík dagana 24.-27. febrúar. Tónleikarnir eru opnir gestu hátíðarinnar en einnig er hægt að kaupa miða eingöngu á tónleika þessarar gleðisveitar.
FM Belfast er með hressari tónleikasveitum sem Ísland hefur af sér alið og vinnur hún að sinni fjórðu breiðskífu.