18 konur
Bubbi gaf út plötuna 18 konur í lok síðasta árs og minnist þar með eftirminnilegurm hætti 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hann fékk til liðs við sig 4 öflugar konur sem sáu um allan hljóðfæraleik á plötunni og er skemmst frá þvi að segja að úr varð ein athyglisverðasta plata ársins og titllag plötunnar er í mikilli spilun á flestum útvarpsstöðvum.Hljómsveitin hefur hlotið nafnið spaðadrottningarnar og komu þær fram með honum í tónlistarþættinum Stúdíó A í desember s.l auk þess sem að þær komu óvænt fram á þorláksmessutónleikum Bubba í Hörpu.
HLÉGARÐUR MOSFELLSBÆ
Nú hefur verið ákveðið að halda eina tónleika á höfuðborgarsvæðinu og varð Hlégarður í Mosfellsbæ fyrir valinu . Dagsetningin er laugardagurinn 30.janúar.
Ath takmarkað magn miða í boði og selt er í ónúmeruð sæti.
HLJÓMSVEITIN
Hlómsveitina skipa
Bubbi Morthens gítar og söngur
Brynhildur Oddsdótrir gítar
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir trommur
Ingibjörg Elsa Turchi bassi
Margrét Arnardóttir harmonikka