Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Jón Jónsson - Í Austurbæ - Forsölutilboð 2800

$
0
0
Coca-Cola kynnir:

Stórtónleikar Jóns Jónssonar fara fram í Austurbæ laugardaginn 19. desember. Þó tónleikarnir séu haldnir skömmu fyrir jólin eru þeir ekki eiginlegir jólatónleikar. Auðvitað svífur jólaandinn og kærleikurinn yfir vötnum en lagabálkurinn samanstendur þó að mestu af lögum úr smiðju Jóns sem mun njóta fulltingis hljómsveitar sinnar auk góðra gesta sem stíga munu á stokk. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón heldur tónleika í Austurbæ á þessum tíma og má því með sanni segja að hér sé árviss viðburður búinn að festa sig í sessi.

Jón Jónsson gaf út plötuna Heim fyrir síðustu jól og hafa lög á borð við Gefðu allt sem þú átt, Endurgjaldslaust, Ykkar koma og Heltekur minn hug fengið að óma á útvarpsstöðum landsins þetta árið. Platan Wait for Fate sló einnig rækilega í gegn þegar hún kom út árið 2011 og er aldrei að vita nema lög eins og Kiss in the Morning, Sooner or Later, Always Gonna Be There og When You’re Around fái að hljóma þann 19. desember.

„Þessir tónleikar snúast um að flytja lögin mín í sinni stærstu mynd. Hljómsveitin mín sem og nokkrir auka hljóðfæraleikarar verða með mér á sviðinu og hlakka ég mikið til. Hver veit nema einhverjir óvæntir flytjendur reki einnig inn trýnið.“

Samband Jóns og Austurbæjar er eitthvað sem ekki er auðvelt að færa í orð. Þar hélt hann sína fyrstu stóru tónleika árið 2011 og hefur húsið allar götur síðan átt sér stað í hjarta hans og vill Jón meina að það dragi fram allar hans bestu hliðar.

„Það er eitthvað einstakt við Austurbæ. Alveg frá því að ég hélt fyrstu útgáfutónleikana mína þar þá hefur þetta verið minn uppáhaldstónleikastaður.“

Miðasala hefst á Midi.is föstudaginn 23. október.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696