Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Samúel Jón Samúelsson Big Band - Tónleikar - Sæti

$
0
0

Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band (SJSBB) heldur tónleika í Gamla Bíó fimmtudagskvöldið 22. oktober kl 21:00


Miðaverð er 2900 standandi (niðri) 3900 sitjandi (uppi) 

SJSBB leikur frumlega frumsamda funktónlist sem er undir áhrifum frá Nígerísku Afróbíti, Eþíópískum jazzi, brasilískum samba töktum, bandarísku funki og stórsveitarjazzi blandað við íslenska eyjaskeggja þrjósku sem hefur vakið athygli víða um heim.
SJSBB hefur gefið út 4 hljómplötur: Legoland (2000), Fnykur (2007) og Helvítis Fokking Funk (2010) og 4 Hliðar (2012) 4 Hliðar var valin ein af bestu plötum ársins af Árna Matt hjá morgunblaðinu og hlaut 4 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Plötur sveitarinnar hafa verið gefnar út í evrópu og Japan. SJSBB hefur frá árinu 2008 farið árlega í tónleikaferðir til evrópu og leikið á tónlistarhátíðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Jazzbaltica, Nattjazz og á virtum jazzklúbbum eins og Mojo Club, Moods, Borgy & Bess auk auk kröftugrar spilamennsku hér heima á Jazzhátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves ofl Fjöldi gestaleikara hefur komið fram með sveitinni eins og Tony Allen (Nígería), Jimi Tenor (Finnland) og Nils Landgren (Svíþjóð) SJSBB er tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2015

Nánari upplýsingar: Samúel sími 861-6098 samueljonsamuelssonbigband@gmail.com

Dómar um tónlist SJSBB

"...vart sé til skemmtilegri tónleikasveit á Íslandi" -mbl

“Samúelsson keyrir þessa kraftmiklu hljómsveit áfram eins og maður andsetinn með rætur í ofurþungu funki 8. áratugarins frá James Brown og Brass Construction blandað saman við afróbít Fela Kuti og hráefni frá Sun Ra og stórsveit Don Ellis” -Jon Newey, Jazzwise

“There´s nobody out there making music like this at the moment” - DustyGroove.com

“You can quite literally come out of the shower and face the radio and have your hair dried by that selection Helvítis Fokking Funk from Samúel Jón Samúelsson and the Big Band out of Iceland” -Chris Philips, The Jazz Breakfast, JazzFM


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696