Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Dúkkulísurnar og Ylja - Tónleikar

$
0
0
Eins og fram hefur komið verður því fagnað í Bæjarbíói að 100 ár er liðin í ár síðan að konur fengu kosningarétt. Af því tilefni verður boðið upp á m.a tónleika með hljómsveitunum Dúkkulísum og Ylju laugardaginn 26. sept kl 22:00 húsið opnar kl 21:00.

Ylja var stofunuð árið 2008 af söngkonununum Guðnýu Gígju Skjaldardóttur og Bjartey Sveinsdóttur í Reykjavík. Auk þess að syngja spilar Bjartey á gítar og ukulele Guðný Gígja spilar einnig á gítar. Fyrsta plata Ylju kom út árið 2012 og bar nafn hljómsveitarinnar. Árið 2014 kom út platan Commotion sem hjómsveitin hefur fengið mikið lof fyrir.

Hljómsveitin Dúkkulísur er ein fyrsta íslenska hljómsveit landsins sem eingöngu er skipuð konum og er enn starfandi, þrjátíu og þremur árum eftir stofnun. Hljómsveitin hefur alla tíð lagt metnað sinn í að semja eigið efni og hefur verið ófáumstelpum/konum fyrirmynd í hljómsveitarbransanum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696