Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Lily of the Valley - Útgáfutónleikar

$
0
0

Hljómsveitin Lily Of The Valley hefur verið gríðarlega áberandi undanfarin misseri, eða í raun allt frá því að sveitin var stofnuð árið 2013. Drifkrafturinn, spilagleðin og vináttan sem fylgir bandinu berst út til hlustenda hvort sem er á tónleikum eða úr hátalara. Aðdáendur hafa beðið eftir plötu og núna er biðin á enda. Fyrsta plata sveitarinnar, sem heitir Ghosts, er væntanleg í verslanir í byrjun október. Plötuna hafa þau unnið og tekið upp í stúdíó Hljóm í samstarfi við Skapta Þóroddson. Útgáfunni verður fagnað í Gamla Bíói miðvikudagskvöldið 7. Október. Þar mun LOTV spila plötuna í heild í bland við eldra efni. Hljómsveitin kemur glóðvolg tilbaka eftir Evrópu túr. Góðir gestir munu kíkja við og taka lagið. Þetta verður skemmtilegt kvöld og lofar sveitin þægilegri stemmingu og frábærri skemmtun.

Tónlistarkonan Myrra Rós hitar upp.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696