Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Aisha Orazbayeva - Mengi á Listahátíð I

$
0
0

Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningarhúsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Mengi hefur undanfarið ár haldið uppi fjölbreyttri dagskrá og lífgað upp á menningarlíf Reykjavíkur með ýmsum viðburðum s.s. tónleikum, tónlistargjörninum og fleira og hefur bæði verið tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Í ár verða fernir tónleikar haldnir í Mengi á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á stokk konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins.

Þann 16. maí kemur fram kasanski fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva. Aisha mun flytja verk eftir Iannis Xenakis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Presley. Myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu.

Aisha hefur komið víða fram sem einleikari s.s. á tónlistarhátíðunum Aldeburgh, Radio France et Montpellier, Klangspuren og Latitude og auk þess í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og La Maison de Radio France í París. Einleiksplötur hennar, Outside, útgefin hjá Nonclassical og The Hand Gallery hjá PRAH, hafa fengið mikið lof gagnrýnenda. Aisha hefur starfað með tónlistarhópum á borð við London Sinfonietta og Ensemble Modern og hefur komið fram í beinni útsendingu á BBC Radio 3 og 4, Resonance FM, France Musique og í ríkissjónvarpi Kasakstans. Hún er einn af stýrendum tónlistarhátíðarinnar London Contemporary Music Festival.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696