Tónlistarhátíðin "Heima" í Hafnarfirði verður nú, enn á ný haldin á síðasta vetrardag - 22. apríl 2015.
13 hljómsveitir í 13 Heima-húsum munu flytja tónlist sína frá kl.19:45. til kl.23:00 og eftir það mun bærinn loga af "offvenue" viðburðum og opnum hljóðnema, "Open Mic", í Bæjarbíó. "Heima" markar upphaf Bjartra Daga þetta árið, líkt og í fyrra, og markmiðið er að kveðja þennan grimma vetur, fagna komandi sumri og hafa gaman af lífinu, njóta samvista og Heim-sækja hvert annað. Heima er best, munið það.
Nokkrar hljómsveitir og listamenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína á "Heima" 2015.
M.a. Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Langi Seli og Skuggarnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór.
Áhugasamir húseigendur, með stórar stofur í miðbænum, mega hafa samband við okkur á netfanginu kiddisaem@gmail.com
Eins mega þeir, sem vilja vera með í "offvenue" miðbæjarswinginu, aðfararnótt sumarsins langþráða, senda okkur póst á fyrrnefnt netfang! Heima er best.