Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Passía - Tónleikar

$
0
0

Hin stórbrotna óratóría Passía, op. 28, eftir Hafliða Hallgrímsson verður flutt í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, 3. apríl nk. kl. 17. Passía vakti mikla athygli þegar hún var frumflutt árið 2001 og geisladiskur með verkinu hlaut einróma lof jafnt hérlendis sem erlendis. Flytjendur á tónleikunum eru einsöngvararnir Elmar Gilbertsson tenór og Hanna Dóra Sturludóttir sópran, sem bæði hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin á dögunum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Það er samdóma álit þeirra sem komið hafa að flutningi Passíu að verkið sé eitt af stórvirkjum íslenskrar tónlistarsögu, jafnvel mikilvægasta óratóría sem íslenskt tónskáld hefur samið. Viðtökur gagnrýnenda og áheyrenda hafa gefið þessari skoðun byr undir báða vængi. Passía var samin að beiðni Listvinafélags Hallgrímskirkju í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Hún var frumflutt í Hallgrímskirkju í febrúar 2001 við frábærar undirtektir og endurflutt og hljóðrituð í nýrri gerð ári síðar. Nú gefst loks aftur tækifæri til að heyra þessa einstöku tónsmíð á tónleikum.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696