UPPSELT!
ÞVÍ MIÐUR ER EKKI HÆGT AÐ BÆTA VIÐ AUKASÝNINGU.
Gabriel Iglesias er ekki feitur, hann er "fluffy" - að sögn móður sinnar. Grínistinn íturvaxni er einn af vinsælustu uppistöndurum Bandaríkjanna og selst jafnan upp á sýningarnar hans með hraði út um allan heim. Honum er jafnan lýst sem hnyttnum, rafmögnuðum og hæfileikaríkum skemmtikrafti og uppistandið hans stútfullt af sögum, paródíum, eftirhemum og hljóðum sem glæða persónulegan reynsluheim hans sprenghlægilegum húmor og lífi.
Fyrstu tvær sýningar Gabriels voru gefnar út á DVD og hafa selst í rúmlega tveimur milljón eintaka. Hann hefur leikið í og talsett fjölda kvikmynda, meðal annars The Nut Job, The Book of Life, A Haunted House 2 og um þessar mundir er hann að leika í myndinni Magic Mike XXL sem er væntanleg í sumar og skartar þeim Matthew McConaughey og Channing Tatum sem fyrr í aðahlutverkum.
Gabriel hefur einnig komið fram í fjölmörgum spjallþáttum og má þar nefna The Arsenio Hall Show og The Tonight Show með Jay Leno, hann hefur kíkt til Conan O'Brien, Jimmy Kimmel, Craig Ferguson, Jimmy Fallon og svo mætti lengi telja.
Íslendingar fá tækifæri til að berja þennan hnellna hnoðra augum í Eldborgarsal Hörpu þann 27. maí og láta hann velta sér um af hlátri!