Herbert Guðmundsson sem þekktur er fyrir kraftmikla og taktfasta danstónlist vendir nú kvæði sínu í kross og leggur land undir fót með tónleikaröðinni "Hebbi - Hin hliðin" Honum til aðstoðar eru: Gummi Hebb, raddir, gítar. Hjörtur Howser, píanó og Kristján Edelstein gítarleikari,sem er sérstakur gestur á þessum tónleikum. Hér gefst tækifæri á að heyra lög Herberts í þægilegum og afslöppuðum útsetningum við kertaljós og kósíheit.
Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson Akureyri og á midi.is