Hið árlega áramótauppgjör Helga og Hljóðfæraleikaranna verður haldið á sama stað og sama tíma og venjulega.
Litið verður um öxl og öll bestu lög af löngum ferli hljómsveitarinnar verða sungin og leikin eins vel og hugsast getur.
Þetta verður síðasti viðburður ársins á Græna Hattinum.