
KÍTÓN er félag kvenna í tónlist, stofnað á þessu herrans ári 2013;
fyrsta félag sinnar tegundar á Íslandi þar sem allar tónlistarkonur
eru velkomnar óháð tónlistarstefnu, menntun, reynslu, bakgrunn eða
þjóðerni. Mjög breiður hópur tónlistarkvenna á öllum aldri, og myndar nú
þennan glæsilega hóp.
KÍTÓN hefur nú sína fyrstu tónleikaröð í Viðey í samstarfi við
Reykjavíkurborg og Viðeyjarstofu - tónleikaröðin er jafnframt upphitun
fyrir stórtónleika KÍTÓN í Hörpu í haust.
TÓNHVÖRF KÍTÓN kallast tónleikaröðin og vísar í það hugfrjóa ástand
þegar ólíkar stefnur hverfa saman í eina. Kvenlægir straumar munu
umvefja Viðey í sumar og af nógu verður að taka.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Öryrkjar og eldri borgarar fá 200 kr. afslátt af miðaverði á afgreiðslustöðum midi.is.
Sigling með ferjunni er innifalin. Ferjan leggur af stað frá Skarfabakka kortér yfir heila tímann fyrir tónleika. 19.15 fyrir fimmtudaga og 16.15 fyrir sunnudaga.