
Harpa og tuulivuori
Á þessum finnsk/íslensku tónleikum munu áhorfendur eiga þess kost að heyra nýja íslenska og finnska tónlist. Tónleikarnir hefjast á fallegri og persónulegri þjóðlagatónlist tveggja ólíkra söngvaskálda, þeirra Ólafs Torfasonar og hinni finnsku Mariu Santavuori. Á þessum tónleikum ætla Ólafur og Maria að stilla saman strengi sína og flytja frumsamin lög hvert á sínu móðurmáli. Ólafur syngjur og spilar lög af tilvonandi plötu sem kallast Breytingar, þeim til fulltingis verður Saana Trygg sem spilar á harmonikku og kantele.
Að loknu gítarspili og ljóðagrúski, tekur finnska kammerrokksveitin CoreBaroque við. CoreBaroque er hugarfóstur Elinu og Esa Alavillamo. CoreBaroque mun spila efni af nýútkominni plötu sem kallast Only this moment. Fyrir þessa tónleika var stofnaður íslenskur armur CoreBaroque, því ásamt finnskum meðlimum sveitarinnar voru fengnir fjórir meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þeir Ari Þór Vilhjálmsson (fiðla), Sigurgeir Agnarsson (selló), Þórir Jóhannsson (bassi) og Kjartan Guðnason (trommur). Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni hressandi blanda af kammertónlist og finnskri rokktónlist. Þessi tónleikaviðburður er eitthvað sem tónlistaráhugafólk ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Dagskrá
Kl. 20:00-21:00 Ólafur Torfason og María Santavuori
Kl. 21:30-22:15 CoreBaroque