
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og organistinn Gunnar Gunnarsson halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 25. júlí kl. 20, í tilefni af útkomu tveggja geisladsika. Annars vegar er um að ræða nýjan safndisk, „Icelandic Hymns“, en hann geymir einvörðungu islensk sálmalög af fyrri diskum þeirra félaga. Hinsvegar er um að ræða endurútgáfu á „Draumalandinu“, ættjarðarlagadiski þeirra félaga, en hann hefur verið ófáanlegur um hríð. Á tónleikunum verða flutt bæði forn sálmaþjóðlög og verk íslenskra tónskálda af ólíkum kynslóðum.
Gunnar og Sigurður hafa leikið saman síðan 1999 og gefið út fjóra hljómdiska sem notið hafa mikilla vinsælda; Sálma lífsins, Sálma jólanna, Sálma tímans og Draumalandið (íslensk ættjarðarlög). Flutningur þeirra félaga er lifandi og ófyrirsjáanlegur, enda spuninn í forgrunni. Dagskráin samanstendur af mörgum vinsælustu sálmum íslensku sálmabókarinnar og minna þekktum en áhugaverðum sálmalögum